Home » Iðrun by Hanne-Vibeke Holst
Iðrun Hanne-Vibeke Holst

Iðrun

Hanne-Vibeke Holst

Published January 2013
ISBN :
Paperback
495 pages
Enter answer

 About the Book 

Iðrun er saga fjögurra kynslóða Tholstrup-ættarinnar og spannar sjötíu ár, saga sem einkennist af einlægri ást, ástríðum og metnaði en líka blekkingum og lygum sem eitra líf fjölskyldunnar.Ættfaðirinn Thorvald er vinsæll prestur á Jótlandi þegar Þjóðverjar hernema Danmörku. Brennandi andstaða hans í stólræðum vekur heift Þjóðverja og hann þarf að fara huldu höfði. Samband hans við félaga í andspyrnuhreyfingunni hefur afleiðingar sem hann segir f jölskyldu sinni ekki frá þegar stríðinu lýkur.En Leo, annar tvíburasona hans, kemst að leyndarmálinu og getur ekki fyrirgefið föður sínum – þó að hann nauðugur viljugur endurtaki blekkingaleikinn í sínu lífi.Dóttur Leos, Helenu, gengur allt í haginn en einnig hún hefur geymt með sjálfri sér óþægilegt leyndarmál sem hún neyðist til að horfast í augu við einn örlagaríkan sólarhring í september árið 2011.Hanne-Vibeke Holst (f. 1959) hefur skrifað f jölda skáldsagna og er einn vinsælasti rithöfundur Danmerkur. Iðrun er nýjasta verk hennar. Halldóra Jónsdóttir þýddi.